Hera Hilmarsdóttir er Hollywood-leikkona þótt hún hafi sannarlega leikið víðar en í kvikmyndaborginni hefur hún engu að síður verið í stórmyndum undir stjórn frægustu leikstjóra heims og leikið á móti stærstu stjörnum samtímans. Flestir tengja þetta hugtak við glamúr, auð og völd en lágstemmd fágun og fegurð Heru minnir satt að segja ekkert á þær skrautsýningar sem sjást reglulega á rauða dreglinum í kvikmyndaborginni. Engu að síður er þessi glæsilega íslenska kona á listum þeirra sem velja í hlutverk stórmynda. Hún kemur víða við í viðtalinu og sýnir að hún er sterkur karakter með báða fætur á jörðinni. Ísland er staðurinn sem heldur henni í jafnvægi. Hingað kemur hún til að slaka á, ná áttum eftir erfið hlutverk og tengjast aftur vinum og ættingjum.