Oft talar fólk um að góð bók sé eins og vinur, hana sé hægt að heimsækja aftur og aftur og líða alltaf jafnvel að loknum lestri. Það er vissulega margt til í þessu en stundum veldur vinurinn reyndar vonbrigðum og er bragðdaufari í seinna skiptið en hann var í það fyrra. Auðvitað segir það meira um lesandann en bókina, hann hefur breyst og horfir öðrum augum á lífið. En margar snilldarbækur hafa verið skrifaðar um vináttu og hvernig hún breytir lífi fólks.