Katrín Garðarsdóttir hefur spilað golf í nokkur ár og verið viðloðandi tískuheiminn, hún ákvað fyrir um ári síðan að stofna vefverslun sem er sérverslun með golffatnað fyrir konur. Henni fannst úrvalið ekki nógu gott hér, fatnaðurinn of einsleitur og sömu merki sem fást í búðunum. Það má líka segja að golf og tíska eigi skemmtilega samleið.