Margir komust upp á lag með það í heimsfaraldrinum að sinna ræktinni heima í stofu. Ketilbjöllur, handlóð og aðrar græjur seldust í massavís. Þótt löngu sé búið að opna líkamsræktarstöðvar eru samt margir sem vilja halda áfram í heimaræktinni, alfarið eða með mætingu á líkamsræktarstöðvar. Vikan kíkti í búðir og valdi nokkra hluti sem henta vel fyrir ræktina heima.