Í Hljómskálagarðinum verður boðið upp á afródanstíma undir lifandi trommuslætti fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16. Sandra og Mamady Sano leiða tímann sem er stuttur, orkumikill, skemmtilegur og gerður til þess að gleðja og lífga upp á borgarlífið. Tíminn kostar ekkert og hentar byrjendum sem og lengra komnum. Upplýsingar: kramhusid.is.