Kraftur mun perla með Aftureldingu og Mosfellingum þriðjudaginn 23. ágúst frá kl. 17-20 í Hlégarði í tilefni af Bæjarhátíð Mosfellbæjar. Perlað verður nýtt Lífið er núna-armband sem fór í sölu 16. maí en armbandið verður selt í takmörkuðu upplagi. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bak við hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – en einnig verður hægt að kaupa armböndin á staðnum. Upplýsingar: kraftur.org.