Kulnun er vandi sem æ fleiri glíma við. Í breskri rannsókn kom fram að aukið vinnuálag og sífellt auknar kröfur á fólk á margvíslegum sviðum gerðu það að verkum að allt 35% svarenda taldi sig glíma við hættulega streitu. Sami fjöldi sagðist óttast að brátt yrði hún óviðráðanleg og ylli skaða á heilsu þeirra. En er hægt að komast yfir kulnun og ná sama þreki aftur?