Reglulega rekst maður á ýmis mjög svo upplýsandi sálfræðipróf eða greinar um hvað valkostir þínir í lífinu segja um þig. Til að mynda hvort þú kjósir fremur kók en pepsí, pylsu eða hamborgara og mörg fleiri álíka lýsandi undirstöðuatriði. Við rákumst á eina sem segir okkur hvað uppáhaldshundategundin þín segir um persónuleikann og þótt við teljum þetta ekki alveg hávísindalegt má hafa gaman af.