Gönguferðir eru frábær skemmtun. Hvort sem fólk velur að ganga um borgir og bæi eða úti í náttúrunni. Sumir þurfa engan hvata til að reka sig af stað en öðrum gengur illa að halda rútínu nema að hafa eitthvað sem rekur þá áfram. Nokkrar góðar leiðir eru til að gera gönguferðirnar meira spennandi og gefa þeim tilgang.