Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, menningarblaðamaður á Fréttablaðinu, hefur bæði gaman af að lesa og skrifa. Hann hefur gefið út tvær ljóðabækur, Gangverk og Drauma á þvottasnúru en þær vöktu mikla athygli fyrir meitlaðar myndir og litríkt málfar. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir skrif sín og smásaga hans, Eftir veisluna, hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Stúdentablaðsins. Hann heillast af margs konar skáldskap en hvað skyldi hann vera að lesa núna?