Nú þegar liðið er á sumarið, en nóg eftir samt, og við viljum fá sem mest út úr því og vera upp á okkar besta er um að gera að framlengja það með fallegum sólkysstum húðlit. Margir hafa farið til sólarlanda og tekið fallegan lit og vilja viðhalda honum. Nú ef sólin lætur eitthvað á sér standa þá er gaman að eiga góð brúnkukrem og -serum.