Skipulag, aðgengi og ekki síður það að nota umhverfisvænar vörur í þvottahúsinu skiptir miklu máli. Þvottahúsið ætti ekki að vera afgangsstærð. Við eyðum töluverðum tíma þar og upplifunin af því að stússast þar með þvott og annað sem tilheyrir þarf að vera góð. Í þessum þætti tíndum við til bæði umhverfisvænar vörur frá Humdakim og fleira sem gera okkur lífið auðveldara og upplifunina ánægjulegri í þvottahúsinu.