Óhætt er að segja að Þóra Einarsdóttir hafi verið meðal fremstu óperusöngvara þjóðarinnar um árabil. Haustið 2019 fór hún með hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós sem Íslenska óperan setti upp. Í ljós kom að Óperan hafði ekki virt samninga við einsöngvara í sýningunni og stefndi Þóra Óperunni vegna vangoldinna launa. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Íslenska óperan sýknuð af kröfu Þóru en hún áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún fór með sigur úr býtum. Þóra segir aldrei hafa verið neinn vafa í sínum huga að eitthvað yrði að gera í málinu en henni hafi þó komið á óvart viðbrögð Óperunnar og einnig sumra kollega sinna. Þóra, sem áður hafði nóg að gera í íslensku tónlistarlífi segir símann hafa stoppað þegar hún höfðaði málið gegn Óperunni. Það er þó engan bilbug á henni að finna, enda á ýmislegt annað hug hennar allan þessa dagana, þótt hún sæki enn þá næringu í tónlistina.
Vikan