Margir reyna að skipuleggja lífið að einhverju leyti, sumir meira en aðrir. Það virðist þó engu skipta hversu vel maður reynir að skipuleggja sig, lífið getur hent í mann óvæntum verkefnum sem breyta öllum okkar áformum. Hvað ef við gætum breytt hindrunum í tækifæri og notað hið óútreiknanlega til að færa okkur heppni? Það gæti mögulega komið eitthvað skemmtilegt út úr því, jafnvel nýtt ástarævintýri eða nýir atvinnumöguleikar.