Í kjölfar erfiðra sambandsslita gengur Fjóla til sálfræðings, sem eftir vikulega tíma í tvo mánuði ráðleggur Fjólu að minnka við sig og hugleiða. Að ráði sálfræðingsins fer Fjóla í flot þrátt fyrir að hafa frekar kosið að sálfræðingurinn yki við þunglyndislyfin. Fjóla hefur verið stefnulaus í lífinu í hálft ár eftir sambandsslitin og hefur gætt þess að fylla dagana af verkefnum til að kæfa tilfinningar sínar og hugsanir.