Krabbamein er samheiti yfir 100 mismunandi sjúkdóma sem skiptast hver um sig í marga undirflokka. Allir krabbameinssjúkdómar eiga það sameiginlegt að frumur einhvers staðar í líkamanum fara að fjölga sér stjórnlaust. Æxli geta verið góðkynja eða illkynja. Æxli sem við nefnum krabbamein eru alltaf illkynja.