Sjálfsrækt er hugtak sem er ofarlega í huga nútímamannsins þegar álag og streita er að yfirbuga marga. Síþreyta, kvíði, kulnun, vöðvabólga og fleira er tilkomið vegna álags sem er að sliga okkur, baráttan við að halda öllum boltum á lofti í sífellt hraðara tannhjóli lífsins.