Hin óvenjulega uppákoma á Óskarsverðlaunahátíðinni þegar Will Smith gekk upp á svið og sló Chris Rock hefur óvænt dregið athygli manna um allan heim að sjúkdómnum alopeciu. Jada Pinkett Smith, eiginkona Wills, glímir við hann en þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur nokkuð algengur en 1 af hverjum 500 þróar hann með sér þótt fátítt sé að menn fái svæsnustu útgáfu hans. Skoðum þetta aðeins nánar.