Það er ótrúlega gaman að litast um í Antíkbúðinni í Hamraborg og léttilega hægt að gleyma sér þar inni við að dást að alls kyns mublum og munum frá hinum ýmsu tímabilum. Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, kölluð Gógó, hefur starfað í Antíkbúðinni frá því að verslunin var sett á laggirnar fyrir 31 ári en í dag rekur hún búðina ásamt eiginmanni sínum, Jónasi. Þau hjón eru uppfull af reynslu og þekkingu um gamla muni og við kíktum í heimsókn til þeirra til að forvitnast um antíkheiminn og fá góð ráð.