Skagakonan Guðríður Haraldsdóttir, kölluð Gurrí, er mikill bókaormur og hefur verið frá bernsku. Að hennar mati var eini kosturinn við búferlaflutninga til Reykjavíkur á unglingsárum sá að geta farið úr tveimur bókasafnsbókum á dag upp í allt það magn sem hún gat borið frá Þingholtsstræti heim á Bollagötu. Gurrí er enn sama óhemjan þegar kemur að bókum.