„Hvað sem þú gerir gerðu það vel“ er setning sem ég heyrði einhvern tíma í bernsku. Setning sem má yfirfæra á vinnuna, því hvað sem við vinnum við og hvort sem við ætlum okkur að vera í því starfi þar til ellilífeyrisaldri er náð eða tímabundið, þá er okkur öllum hollt að vinna starf okkar vel. Slíkt sýnir okkar innri karakter, er samstarfsfélögum og fyrirtækinu til góða og gefur okkur vonandi góð meðmæli fyrir ferilskrána og næstu störf.