Rakel Garðarsdóttir var sæmd heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu, riddarakrossi, árið 2021 fyrir framlag sitt til að efla vitund um mat¬ar¬sóun, betri nýt¬ingu og um¬hverf¬is¬mál. Hún er framleiðandi hjá leikhópnum Vesturport, aktívisti, húmanisti og stofnandi og framkvæmdastýra samtakanna Vakandi, sem vinna að vitundarvakningu um betri nýtingu á mat. Rakel stofnaði húðvörumerkið Verandi sem framleiðir hágæða húð- og hárvörur úr hráefni sem falla til við aðra framleiðslu en yrði annars hent. Hún lætur sig margt varða en allt viðkemur það því að bæta heiminn og sýna mannúð og kærleika. Fyrir stuttu síðan aðstoðaði hún úkraínskar mæðgur við að komast úr stríðshrjáðu heimalandi sínu hingað til lands. Það var því af mörgu að taka fyrir blaðamann þegar hann undirbjó sig fyrir viðtalið, þótt vissulega hafi Rakel verið hvað mest áberandi í umræðunni um matarsóun.