Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar baðherbergi eru hönnuð, hvort sem þau eru gömul eða ný. Litagleðin hefur verið að aukast og er fólk í auknum mæli farið að huga að hlýleika og endingargóðum efniviði. Við fengum Arnar Árnason, sölu- og markaðsstjóra hjá Tengi, til þess að fara yfir það helsta þegar kemur að þessu mikilvæga rými heimilisins, allt frá góðum ráðum yfir í strauma og stefnur sem hafa verið ríkjandi undanfarið.