„Sagan er í sjálfu sér einföld og henni vindur fram án flókinna vendinga eða snúninga á söguþræðinum. Nora tekur nýja og nýja bók og fær að prófa þær ævir sem hún hefði getað átt og lærir í hvert sinn verðmæta lexíu. Það er áreiðanlega með ráðum gert að höfundur matar lesandann á upplýsingum, reynir ekki einu sinni að fela boðskapinn, þemun.“