Aðalheiður Jensen varð ung móðir og segir það hafa mótað sig mest í lífinu. Hún hellti sér fitness og vaxtarrækt m.a. til að ögra sér og koma sér úr boxinu en fann svo sína hillu annars staðar. Hún er nú þjálfari og heilsuráðgjafi í Primal Iceland, þar sem hún kennir heildræna heilsu, þ.e. samspil líkama, hugar og hjarta, og hefur sú nálgun hjálpað mörgum. Hún vill að þessi nálgun verði færð inn í skólakerfið, því það sé mikilvægt að börn og ungmennni læri inn á líðan sína og kunni að velja sér viðbragð í mismunandi aðstæðum, það geti komið í veg fyrir margvísleg vandamál seinna meir.