Þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir á kynhegðun og kynhvöt manna, aukna umræðu og hispursleysi gagnvart kynferðismálum eru mýtur um kynlíf kvenna lífseigar. Það er ekkert leyndarmál að sumar konur þurfa að hafa meira fyrir því að uppgötva unað kynlífsins en Emily Nagoski telur að þar standi okkur helst fyrir þrifum félagsleg mótun fremur en líkamlegar ástæður.