Gréta Sörensen, textíllistamaður, prjónahönnuður og kennari, er ein þeirra sem hefur ekki bara gaman af að prjóna heldur ástríðu fyrir þessu ákveðna handverki. Hún gaf út Prjónabiblíuna fyrir nokkrum árum og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir hana en sú bók er í senn kennsla í grunntækni prjónaskapar og biblía fyrir lengra komna. Fyrir jólin sendi hún svo frá sér Lopapeysubókina en þar stígur íslenska lopapeysan fram í öllum sínum fjölbreytileika til að auka sköpunargleði þeirra sem alltaf eru með eitthvað á prjónunum.