Auðvitað vitum við öll að það er heilsusamlegra fyrir líkamann að vera í kjörþyngd og því alltaf gott að þeir sem eru of þungir reyni að létta sig. En markmiðið ætti alltaf að vera á góða heilsu en ekki útlitið, mjög grönn manneskja sem borðar einhæfan og næringarsnauðan mat er að öllum líkindum í verra ásigkomulagi en sú sem er í meiri holdum og borðar næringarríkan og fjölbreyttan mat.