Myndlistakonan Dóra Emilsdóttir gerði verkið sem prýðir póstkort blaðsins að þessu sinni. Dóra vinnur gjarnan abstrakt verk þar sem sterkir litir, glimmer, blúndur, skraut og dúllur koma við sögu. Hún segir eitt það skemmtilegasta við að starfa sem listamaður vera frelsið til að geta búið til sínar eigin leikreglur. Dóra er litblind en hún telur ákveðið tækifæri felast í því þegar kemur að myndlistarsköpuninni.