Brynja Dan Gunnarsdóttir fékk ekki óskabyrjun í lífinu. Hún fæddist á Sri Lanka, barn fátækrar móður sem færði stærstu fórn nokkurs foreldris, nefnilega að gefa frá sér barnið sitt í von um að það fengi betra líf og atlæti en hún hafði tök á að veita. Ég eins og fleiri fylgdist með leit Brynju að uppruna sínum í sjónvarpsþætti á Stöð 2.