hönnunarsenunnar fyrir framúrstefnuleg verk fyrir fyrirtæki á borð við Artifort, Gubi, La Cividina, Ligne Roset, Magis og Metrocs. Með nýstárlegum og auðþekkjanlegum stíl sínum má segja að Paulin hafi gjörbylt hversdagslegum húsgögnum með skúlptúrískri nálgun og litagleði. Hönnun hans þótti framsækin og ekki síst hvað varðar efnivið og tækni. Í dag eru verk hans aðgengileg á söfnum á borð við Centre Pompidou í París og MoMA í New York.