Ísland fyrri alda var grimmur staður. Fátæktin var allsráðandi meðal almennings og rændi marga sjálfsvirðingu og samúð. En svo voru höfðingjarnir sem skorti ekki neitt en beittu óspart grimmum vendi á samborgarana vegna þess að þeir gátu það. Víða glitti hins vegar í gimsteina í mannsorpinu og um það fjallar bók Arnalds Indriðasonar, Sigurverkið, fyrst og fremst.