Amerísk glæpasaga er yfirskrift sjónvarpssería er byggja á raunverulegum atburðum í Bandaríkjunum. Sú þriðja og nýjasta heitir Impeachment eða Ákæra og fjallar um aðdraganda þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti þurfti að svara saka fyrir þjóðþinginu. Hann hafði logið þrátt fyrir að vera eiðsvarinn og neitað að hafa átt í ástarsambandi við Monicu Lewinsky.