Nýlega las ég frétt á einum vefmiðlinum þar sem því var lýst að skóli án aðgreiningar hefði í raun aldrei orðið að raunveruleika í íslensku menntakerfi. Þessi fallega hugsjón sem byggir á því að ólíkir nemendur geti komið saman og lært á þeim forsendum að allir fái að þroska sína hæfileika, auka hæfni og getu á eigin forsendum.