Þórunn Rakel Gylfadóttir sendi í haust frá sér sína fyrstu skáldsögu, unglingabókina Akam, ég og Annika sem fengið hefur geysigóðar viðtökur og rífandi góða dóma. Þórunn Rakel er sjúkraþjálfari að mennt og hefur lengst af unnið við það, en stundar nú nám í ritlist, vinnur námsefni upp úr bókinni og stefnir jafnvel á að verða sendifulltrúi Rauða krossins. Framtíðin er óskrifað blað enda segist hún aldrei hafa verið hrædd við að venda sínu kvæði í kross og prófa nýja hluti.