Afstaða fólks til spádóma er afar misjöfn. Eldra fólk er fremur hikandi við að leita upplýsinga um framtíð sína hjá spáfólki. Ungt fólk er hins vegar oft áhugasamara um að fá spá um hvað bíður þess og svo einnig þeir sem eru ólofaðir. Upp koma þá spurningar um hugsanlegan maka, húsnæði, störf og jafnvel bíla.