Það er alltaf athyglisvert að líta aftur í tímann og skoða viðhorf og tíðaranda sem er horfin. Ekki langt síðan að ekki þótti kvenlegt að fást við að yrkja og konur síðri skáld en karlar. Í bókinni Skáldkona gengur laus eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur er fjallað um fjórar nítjándu aldar skáldkonur sem hingað til hafa fengið litla athygli og erindi þeirra við samtíma sinn og nútímann skoðað.