Gamli og nýi tíminn mætast á einstakan hátt heima hjá Erlu Óskarsdóttur sem býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Val Jónssyni, og börnum þeirra tveimur, Kötlu Ingibjörgu og Jóni Óskari. Húsið er byggt árið 1956 og teiknað af Skúla Norðdahl arkitekt. Þau keyptu húsið árið 2011 og hafa síðan þá lagt áherslu á að halda í upprunalegan stíl samhliða því að gera heimilið að sínu.