Ísak Narfi segist engar sérstakar hefðir hafa um jól aðrar en að fara í Lindakirkju þar sem hann syngur í kórnum. Hann gefur lesendum Vikunnar uppskrift að rúgbrauði sem hann segir að kalla megi Eldfjallabrauð þar sem Vestmannaeyingar hafi oft bakað rúgbrauð í hrauninu við Eldfell í Eyjum fyrstu árin eftir gosið 1973. Narfi gefur einnig uppskrift að síldarsalati sem er uppskrift frá móður hans. Hann segir þetta ekki geta klikkað, þar sem allt sé gott sem komi frá Eyjum.