Matarbloggarinn Valgerður Gröndal er ekki vegan en segir það sérstakt áhugamál hjá sér að gera veganútgáfur af uppskriftum sem að öllu jöfnu eru það ekki. Hún gefur lesendum Vikunnar uppskriftir að sínum uppáhaldskökum, súkkulaðibitakökum með pekanhnetum og kryddskúffuköku með rjómaostakremi, sem hún segir hafa tekið töluverðan tíma að aðlaga og breyta en þær eru báðar vegan.