Morðið á Natani Ketilssyni og aftaka þeirra Agnesar og Friðriks hefur fylgt þjóðinni í bráðum tvær aldir. Alls konar sögur hafa spunnist í kringum atburði alla á Illugastöðum og þar leika ástríður og afbrýði stórt hlutverk. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hefur hins vegar lagst í rannsóknarvinnu og fylgt staðreyndum heimildum fremur en sögum og þá kemur í ljós að bærinn brennur vegna græðgi fyrst og fremst.