Guðrún Sæmundsen gaf út sína þriðju bók, Rósu, nýlega en þetta er sálfræðitryllir af bestu gerð. Hún hefur skrifað frá barnæsku og hefur ástríðu fyrir bókmenntum, bókum og texta. Fyrir henni er ævintýri að sjá orðin raðast saman, verða að köflum og lokum að heilli bók. Þess vegna finnur hún ávallt tíma til að setjast við skriftir þótt hversdagslífið sé vissulega krefjandi.