Bára Huld Beck er blaðamaður á Kjarnanum. Hún segist elska starfið sitt vegna þess hversu fjölbreytt það er og gefandi. Hún fær tækifæri til að tala við ólíkt og áhugavert fólk sem býr yfir fjölbreyttri reynslu, visku og þekkingu sem áhugavert er að taka inn og læra af. Einnig hafi hún dottið í lukkupottinn þegar hún hóf störf hjá Kjarnanum því hún fær líka að taka myndir fyrir blaðið en ljósmyndun er eitt af hennar aðaláhugamálum.