Nú, þegar kvefflensutíminn gengur senn í garð eða er genginn í garð, kunna margir að vilja vita hvers vegna við fáum kvef eins oft á ævinni og raunin er. Ástæðan er einföld. Það eru yfir 200 mismunandi sýklar sem valda sömu einkennum, það er kvefeinkennum. Í hvert skipti sem við fáum kvef erum við að kynnast nýjum sýkli. Það tekur ónæmiskerfið svolítinn tíma að átta sig á nýjum vaka sýkilsins og mynda rétt mótefni og T-frumur gegn honum.