Afþreyingin
Sigurður Geirdal, Silli, bassaleikari í DIMMU og hljóðmaður
Hlaðvarpið …
Ég hlusta svo sem ekki mikið á hlaðvörp en hlustaði dálítið á Draugar fortíðar en varð svo leiður á því og hef verið að hlusta aðeins yfir öxlina á Ólöfu Erlu, konunni minni, á alls konar morðhlaðvörp. Svo hef ég reyndar hlustað talsvert á Leikfangavélina, en það er rosalega vel gerð dagskrárgerð finnst mér.