Oft heyrist fólk tala um að mjög löng bið sé eftir viðtali hjá sérfræðilæknum, jafnvel margra mánaða. Hvað veldur er ekki ljóst en miðað við fjölda landsmanna og fjölda sérfræðilækna þá ætti ástandið varla að vera með þessum hætti. Margir þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda og getur langur biðtími því verið þungbær og vandi fólks versnað á sama tíma, auk þess sem það getur valdið fólki áhyggjum.