Líf margra breyttist mjög mikið meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og mismunandi hvernig fólki gekk að takast á við það. Líklega áttu þeir erfiðast sem vanir voru að vera mikið á ferðinni, bæði utanlands og innan. Í þeim hópi voru líkamsræktarfólk, manneskjur með ferðabakteríuna, menningarvitar og félagsmálafrömuðir. Til að hafa þetta af og stytta sér stundina sneru margir sér að tómstundaiðju, ýmist endurnýjuðu áhuga sinn á eða tóku upp nýtt.