Vinur minn hefur verið með sömu konunni í meira en tuttugu ár og mér hefur alltaf fundist þau vera eins og kórónuveiran er akkúrat núna … hvergi á förum úr lífi hvort annars. Á trúnó um daginn sagði hann mér þó frá því að hjónabandið hefði staðið völtum fæti en hann hefði tekið ákvörðun um að bjarga því með öllum tiltækum ráðum. Jafnvel þótt það þýddi að konan hans fengi að sofa hjá öðrum manni.
