Hanna Björg Vilhjálmsdóttir vakti mikla athygli fyrir gagnrýni sína á forystu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í tengslum við kynferðisbrotamál sem þögguð voru niður innan sambandsins. Hún varð snemma femínisti en segir femínistann hafa lagst í dvala þegar hún var í óheilbrigðu sambandi. Hann hafi þó vaknað aftur og auðvitað átt sinn þátt í því að hún fór úr þessu sambandi. Hanna segist hafa kvenfrelsast algjörlega og farið á flug og risastórir hlutir farið að gerast þegar hún fór að treysta innsæinu sínu. Hún segir engan fæðast nauðgara og það sé mikilvægt að samfélagið hætti að skrímslavæða kynferðisbrot og átti sig á því að góðir menn geri líka ljóta hluti.