Rósa Björg Karlsdóttir hljóp 106 kílómetra í Hengill Ultra-utanvegahlaupinu í byrjun júní. Að klára slíka vegalengd er ekki á allra færi og afrek Rósu verður enn merkilegra í ljósi þess að 2009 greindist hún með illkynja krabbamein. Hún glímir enn við afleiðingar krabbameinsins en er æðrulaus gagnvart hlutskipti sínu og segir náttúruhlaup og nýjar áskoranir gefa henni tilgang.